jæja jæja kæru vinir og vandamenn, æ hvað þetta er nú búin að vera slappur vetur hjá mér. Jú það verð ég að viðurkenna... miðað við síðasta vetur þar sem á átti nánast heima fyrir framan tölvuna og bloggaði þar að leiðandi mun meira en síðustu mánuði.
já og ég ætla sko ekkert að lofa neinni bót né betrun.. því ég bara kemst ekkert svo oft í nettengda tölvu núorðið.. jamm þó maður sé farin að búa þá er maður samt ekki komin með net á heimilið. Því miður, það verður að bíða í bili.
En það er fleira í fréttum en bloggleysi mitt, ég er að far að hætta á leikskólanum og ætla mér að verða sólbrún og sæl í sumar við að planta, mæla og skrá plöntur. Sem sagt sama og síðasta sumar.. held að unglingarnir eigi betur við mig heldur en leikskólabörn, þó svo að þau eru hinir mestu gullmolar og hafa breytt mér á margan hátt,, en ég held að ég sé búin að læra allt sem þau geta kennt mér og held því áfram á vit frekari lærdóms og þekkingar á fleiri sviðum.
En Hjallatún er ekki eini vinnustaðurinn sem mun sakna mín á næstunni heldur er ég líka hætt að selja Tupperware.. já vitiði það var ekki alveg að gera sig fyrir mig.. ég gæti eflaust selt margt en mér finnst erfitt að fá fólk til þess að halda fyrir mig kynningar.. þetta er bara of mikil VINNA.. ;) ég er náttla svo löt að eðlisfari.
úhhúhhúhhh og svo gleymi ég náttla aðalmálinu en það er þessi líka ótrúlega flotta íbúð sem ég á!! hey þið sem eigið eftir að koma í heimsókn!! (sem er bæ þe vei ekki Elísabet R; þar sem hún birtist svo óvænt og svo skemmtilega síðustu helgi! allaleið frá Norge!) já verið samt ekkert að missa ykkur ég er sko ekki að fara neitt!! þetta er geggjuð íbúð og mér líður sko ekkert smá vel á þessum stað! endilega rennið á mig í kaffi.. já eða PEPSI MAX.
en jæja .. sumarið er að banka á dyrnar og ég þarf að hleypa því inn!
bless í bili!