Berglind Ásgeirsdóttir

fimmtudagur, mars 23, 2006

Ég hef ákveðið að hætta að fela mig á bak við kisuskottið og vera bara ég sjálf.
Þið finnið mig á http://blog.central.is/berglindasgeirs Sjáumst þar!

miðvikudagur, ágúst 10, 2005


hæhæ kæru vinir og vinkonur, ég þurfti að breyta aðeins hjá mér lúkkinu þar sem myndirnar sem voru á því gamla komu ekki inn þegar maður opnaði síðuna, þannig að þetta verður svona í bili. og þetta er nú bara alveg gott held ég bara.. vantar reyndar að setja inn svona comment sistem..
en það sem er svona hels í fréttum er að ég er komin með nýja vinnu, ég er sem sagt að fara að vinna hjá Nesprýði í vetur við ýmis skemmtileg verkefni, og svo er stefnan tekin á nám í Skrúðgarðyrkju, já takk fyrir takk á ekki bara að fara að koma sér aftur í eitthvað nám.

Í síðustu viku fjölgaði á heimilinu, mér fannst við Davíð svona hálf útundan þar sem mjög margir vinir okkar eru að skjóta út börnum ef þau áttu ekki nein fyrir. En mín dó nú ekki ráðalaus, þar sem ég fer nú ekki að fórna mínum ýður fagra líkama í barneignir strax, þá ákvað ég að koma heim bara með lítinn kisa, sem fékk svo nafnið Golíat (æ þið vitið Davíð og Golíat).....
Nema hvað að enn fellur Golíat fyrir honum Davíð, því Davíð fékk ofnæmi og kisu var skilað. leiðinlegt en satt... sniff sniff Mamma sorry þú færð bara því miður ekkert barnabarn á þessu ári.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

hæhæ jæja ekki það að ég haldi að nokkur lifandi sála sé að lesa þetta hjá mér. jahh kannski vegna þess að ég er svo löt við að skrifa..
hehehe allavega þá er komin einhver vísir að sumri hér hjá okkur á íslandi, ég held samt að besta veðrið komi í Ágúst, því þá ætla ég að skella mér í einhverja útilegu með kallinum.. og þá er sko eins gott að það verðið gott veður!
En hann Davíð minn hann átti stór afmæli á mánudaginn, en hann er víst orðin 25 ára. hmmm maður ætti kannski bara að fara að hugsa um að yngja upp hjá sér.
En eins og flestir vita þá er það kannski frekar ólíklegt. ójjj hvað maður er eitthvað mikil klisja...
Barneygnir eru líka mjög heitar í dag,, jahh nema sko ekki hjá mér og Davíð heldur bara nánast öllum öðrum! Halldóra er komin með litla dúllu sem heitir Ingibjörg Ösp, og Sólrún vinkona er komin með strák nr 2 inn á sitt heimili en hann heitir Óliver Már, þau skötuhjú eru líka búin að flytja í nýtt hús í Njarðvík,, hehehe ekkert smá flott. Dúnna vinkona er líka búin að skjóta út einni prinsessu,, en hún er enn nafnlaus.. en það kemur í ljós á laugardag.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

jæja jæja kæru vinir og vandamenn, æ hvað þetta er nú búin að vera slappur vetur hjá mér. Jú það verð ég að viðurkenna... miðað við síðasta vetur þar sem á átti nánast heima fyrir framan tölvuna og bloggaði þar að leiðandi mun meira en síðustu mánuði.
já og ég ætla sko ekkert að lofa neinni bót né betrun.. því ég bara kemst ekkert svo oft í nettengda tölvu núorðið.. jamm þó maður sé farin að búa þá er maður samt ekki komin með net á heimilið. Því miður, það verður að bíða í bili.
En það er fleira í fréttum en bloggleysi mitt, ég er að far að hætta á leikskólanum og ætla mér að verða sólbrún og sæl í sumar við að planta, mæla og skrá plöntur. Sem sagt sama og síðasta sumar.. held að unglingarnir eigi betur við mig heldur en leikskólabörn, þó svo að þau eru hinir mestu gullmolar og hafa breytt mér á margan hátt,, en ég held að ég sé búin að læra allt sem þau geta kennt mér og held því áfram á vit frekari lærdóms og þekkingar á fleiri sviðum.
En Hjallatún er ekki eini vinnustaðurinn sem mun sakna mín á næstunni heldur er ég líka hætt að selja Tupperware.. já vitiði það var ekki alveg að gera sig fyrir mig.. ég gæti eflaust selt margt en mér finnst erfitt að fá fólk til þess að halda fyrir mig kynningar.. þetta er bara of mikil VINNA.. ;) ég er náttla svo löt að eðlisfari.
úhhúhhúhhh og svo gleymi ég náttla aðalmálinu en það er þessi líka ótrúlega flotta íbúð sem ég á!! hey þið sem eigið eftir að koma í heimsókn!! (sem er bæ þe vei ekki Elísabet R; þar sem hún birtist svo óvænt og svo skemmtilega síðustu helgi! allaleið frá Norge!) já verið samt ekkert að missa ykkur ég er sko ekki að fara neitt!! þetta er geggjuð íbúð og mér líður sko ekkert smá vel á þessum stað! endilega rennið á mig í kaffi.. já eða PEPSI MAX.
en jæja .. sumarið er að banka á dyrnar og ég þarf að hleypa því inn!
bless í bili!

miðvikudagur, mars 09, 2005


BERGLINDASGEIRSDOTTIR
B
is for
Bright
E
is for
Energetic
R
is for
Refined
G
is for
Giggly
L
is for
Loud
I
is for
Intelligent
N
is for
Nice
D
is for
Dizzy
A
is for
Astounding
S
is for
Sensational
G
is for
Gutsy
E
is for
Explosive
I
is for
Impressive
R
is for
Remarkable
S
is for
Snarky
D
is for
Distinguished
O
is for
Optimistic
T
is for
Trustworthy
T
is for
Tough
I
is for
Irresistible
R
is for
Remarkable


hæhæ kæru aðdáendur.
Þá er komið að mínu mánaðarlega bloggi ..

Stærsta fréttin er að ég er búin að kaupa mér íbúð með honum Davíð mínum og við erum að fara að fá afhent bara bráðurm.. kannski næstu helgi
og ég skal sko segja ykkur að tilhlökkunin er ekkert lítil¨!

Annars er fleira að breitast en heimilsifangið, ég er neflilega búin að segja upp hjá Kaffi Tár og er að fara að fá mér aðra helgarvinnu..(var sko að heyra að Heiðar væri hættur svo ég sá ekkert tilgang með þessu lengur)(DJÓK) það er nefnilega þannig hjá K.T. að þau eru að breita vakta fyrirkomumlaginu og nýja kerfið hentar mér bara ekki nógu vel. Því miður.

En annars er það bara flytja flytja flytja.. ohhh hvað ég hlakka til.. og svo eru ALLIR velkomnir í heimsókn til mín um páskana..
love all..